Stóll 6

Hönnuður: Aðalheiður Þórólfsdóttir, iðnhönnuður FVI

 

Verð frá kr. 63.300.-
(grind pólýhúðuð í lit og bólstraður með leðurlíki)

 

Stóll 6 er spjallstóll eða hugsanastóll því hann er hannaður með því sjónarmiði að notalegt sé að sitja í honum lengi og spjalla eða hugsa. Hann má nota í eldhús, í borðstofu, á kaffihús, á bókasafni, á biðstofu eða hvar sem er þar sem á að vera gott að sitja. 

Formið á Stól 6 er mjúkt og straumlínulagað í anda hönnunar frá sjöunda áratugnum. Stólinn er í senn mjúkur og öruggur.  Stóll 6 á að nýtast vel og lengi. 

Grindin í Stól 6 er hægt að fá í nokkrum mismunandi litum. Hægt er að fá Stól 6 í leðri, leðurlíki eða taui.

 

Vinsamlegast hafið samband til að fá verð í aðrar útfærslur.
Verðið er m.v. fjölda uppá 1-8 stk. Ef um meira magn er að ræða þá vinsamlegast hafið samband og við gerum tilboð m.v. magn og útfærslu.